Munurinn á stjórnanda-, skrif- , les- og engum aðgangi

Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að skilja mismunandi tegund aðgangs í Justikal. Það eru til fjórar tegundir aðgangs í kerfinu þ.e., stjórnanda-, skrif-, les- og enginn aðgangur.

ENGINN AÐGANGUR: þetta er hentugur aðgangur fyrir t.d. aðilar sem eru skráðir fyrir máli en hafa ekki neinn aðgang að málinu í gegnum Justikal. Virkni aðgangsins í kerfinu er eftirfarandi:

  • Enginn aðgangur að málsgögnum.
  • Getur óskað eftir aðgangi að máli.

LESAÐGANGUR: þetta er hentugur aðgangur fyrir t.d. skjólstæðinga sem vilja fylgjast með framgangi mála sem þeim tengjast. Virkni aðgangsins í kerfinu er eftirfarandi:

  • Getur lesið skjöl í öllum skjalaflokkum.
  • Aðgang að atburðaskrá.
  • Aðgang að tímalínu máls.
  • Aðgang að yfirliti um aðgengi aðila.
  • Getur óskað eftir aðgangi að máli.

SKRIFAÐGANGUR: þetta er hentugur aðgangur t.d. fyrir lögmenn sem geta lagt fram skjöl og koma að meðferð dómsmálsins. Virkni aðgangsins í kerfinu er eftirfarandi:

  • Getur lesið skjöl í öllum skjalasvæðum.
  • Getur bætt við skjölum í skjalavæðinu “framlögð skjöl”.
  • Getur breytt heiti sinna skjala.
  • Getur skrifað athugasemdir við skjöl.
  • Aðgang að atburðaskrá.
  • Aðgang að tímalínu máls.
  • Aðgang að yfirliti um aðgengi aðila.
  • Getur óskað eftir aðgangi að máli.

STJÓRNENDAAÐGANGUR: þetta er aðgangur fyrir t.d. dómara, dómsstjóra, starfsfólk dómstóla sem er ábyrgðarmenn dómsmáls. Virkni aðgangsins í kerfinu er eftirfarandi:

  • Aðgangur að ósamþykktum málum.
  • Getur samþykkt og hafnað málum.
  • Getur breytt grunnupplýsingum máls.
  • Getur bætt við og eytt  skjölum í öllum skjalasvæðum.
  • Getur breytt heiti skjala.
  • Getur skrifað athugasemdir við skjöl.
  • Ótakmarkaðan aðgang að atburðaskrá.
  • Getur bætt við og eytt atburðum á tímalínu.
  • Getur samþykkt og hafnað aðgangsbeiðnum.
  • Getur breytt aðgengi aðila.
  • Getur bætt við tengdum málum.

Hægt er að fræðast meira um aðgangsbeiðnir í kerfinu í greininni "Óska eftir nýjum aðgangi fyrir aðila"

Þarftu enn aðstoð? Hafa samband Hafa samband