Óska eftir nýjum aðgangi fyrir aðila

Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig að óska eftir aðgangi fyrir aðila að máli í Justikal. 

Fylgdu eftirfarndi skrefum til að senda nýja aðgangsbeiðni.

1. Þegar mál hefur verið stofnað í Justikal þá geta aðilar sem hafa aðgang að því máli sent aðgangsbeiðni undir flipanum "Aðgangsheimilidir" og þaðan smellt á takkann "Óska eftir nýjum aðgangi" neðarlega á hægra horni skjásins. 

2. Þegar smellt er á takkann "Óska eftir nýjum aðgangi" opnast gluggi þar sem hægt er að fylla inn upplýsingar um þann sem óskar eftir aðgangi, hverskonar aðgangs sé óskað og ástæða aðgangsbeiðnar. Justikal er með tengingu við Þjóðskrá og því hægt að fletta aðilum eftir kennitölu eða nafni. Þú byrjar að velja "Ríkisfang" aðila í efsta dálkinum til vinstri. Í efsta dálkinum til hægri er síðan hægt að leita eftir nafni eða kennitölu aðila. Þú getur einnig slegið kennitölu aðila handvirkt í næst efsta dálknum til vinstri. Ef þú vilt að aðili fái tilkynningar frá Justikal þá getur þú slegið inn netfang undir dálknum "Tölvupóstur". Einnig er hægt að slá inn handvirkt nafn aðila undir dálknum "Fullt nafn". Í dálknum "Hlutverk" getur þú valið hvaða hlutverki aðili gegnir í viðkomandi máli. Í dálknum "Aðgangur að máli" er hægt að velja þrjár tegundir að aðgang þ.e. skrifaðgang, lesaðgang og engan aðgang. Ef aðili í máli er félag þá er hægt að smella á takkann "Fulltúi aðila (fyrirtækis)" og þá getur notandinn valið kennitölu og nafn fyrirtækis. Þar sem aðgangur að Justikal er stýrt með rafrænum skilríkjum þá ætti notandinn að setja inn upplýsingar um fyrirsvarsmann félags í eftir hluta formsins og síðan upplýsingar um félagið í neðri hluta formsins. Þá er hægt að veita fyrirsvarsmanni félags aðgang að kerfinu.


3. Hægt er að sjá óafgreiddar aðgangsbeiðnir undir flipanum "Aðgangsheimildir". Neðarlega á þeirri síðu undir fyrirsögninni "Beiðnir í bið vegna máls nr. XX/XXXX" er listi yfir allar óafgreiddar aðgagnsbeiðnir.

4. Stjórnandi málsins fær tölvupóst um nýja aðgangsbeiðni og annað hvort samþykkir eða hafnar viðkomandi aðgangsbeiðni. Þegar aðgangsbeiðnin hefur verið afgreidd fær viðkomandi aðili tilkynningu um það í tölvupósti.

Þarftu enn aðstoð? Hafa samband Hafa samband