Rafræn undirritun skjals

Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að rafrænt undirrita skjal og leggja fram í þeim dómsmálum sem þú ert aðili að. Til þess að geta gert það þarftu fyrst að vera orðinn aðili að málinu í Justikal. Ef þér hefur ekki verið boðið að fá aðgang að málinu þarftu að biðja einhvern af þeim sem eru nú þegar tengdir málinu, t.d. lögmenn, dómara eða aðstoðarmenn dómara að bjóða þér inn í málið. Athugið að allar aðgangsbeiðnir þurfa að vera samþykktar af stjórnanda málsins sem oftast er dómari þessi.  

Fygldu eftirfarandi skrefum til að rafrænt undirrita skjal sem þú ætlar að leggja fram

1. Eftir að þú ert búinn að innskrá þig á Justikal þarft þú að finna viðeigandi dómsmál sem þú vilt leggja skjal fram í. 

2. Þegar þú hefur smellt á og opnað dómsmálið í yfirliti dómsmála "Mín mál" velur þú flipann "Skjöl" efst á síðunni. Frá þeirri síðu getur þú séð yfirlit yfir öll þau skjöl sem lögð hafa verið fyrir í viðkomandi máli.

3. Þar næst smellir þú á takkann  "Bæta við skjölum" efst á síðunni í hægra horni til að leggja fram ný skjöl í málinu. Við það opnast eftirfarandi gluggi. 

4. Í glugganum sem opnast getur þú fyrst valið tegund skjalsins sem þú vilt bæta við málið. Sjálfvalin tegund skjals er 'Dómsskjal'. Mismunandi tegundir notenda geta eftir atvikum valið fleiri tegundir eins og t.d. 'Dómur', 'Þingbók' og fleiri tegundir. 4.1 Aðgangur skjals er valin "Almennur" eða "Takmarkaður".

5. Fyrir miðju skjásins er hægt að haka við boxið "Bæta við rafrænni undirskrift í skjöl". Þegar notandinn hefur hakað í boxið þá fer hann á undirskriftarsíðu og eftirfarandi gluggi opnast þar sem rafrænu skilríkin þín eru notuð til að undirrita skjölin fyrir framlagningu.

6. Notandinn undirritar skjalið með rafrænum skilríkjum í farsíma. Þegar hann hefur lokið undirritun þarf hann að smella á takkann "Ljúktu við undirritun" og þá birtist skjalið í málinu undir flipanum "Skjöl".

7. Í Justikal er innbyggð staðfestingarþjónusta sem getur sannreynt rafrænar undirskriftir og innsigli sem eru útbúin í hvaða lausn sem er. Staðfestingarþjónustan hefur hlotið eIDAS vottun. Kerfið birtir upplýsingar um rafræn innsigli og undirskriftir neðst á síðunni undir viðkomandi gagni. Í staðfestingarþjónustunni er auðvelt að sjá upplýsingar um rafrænu undirskriftina og innsiglið þ.e. hvort um sé að ræða einfalda-, útfærða- eða fullgilda traustþjónustu. Réttaráhrif traustþjónustna eru skilgreindar í lögum nr. 55/2019.

8. Þegar gagni er hlaðið niður úr Justikal þá er hægt að opna það t.d. í Acrobat Reader og sjá upplýsingar um rafrænu undirskriftina og innsiglið.

Þarftu enn aðstoð? Hafa samband Hafa samband