Staðfesta greiðslu dómsgjalda

Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig að sjá hvernig hægt er að senda staðfestingu fyrir greiðslu dómsgjalda. Það eru tvær leiðir til að bæta við staðfestingu fyrir greiðslu dómsgjalda, þ.e. þegar mál er stofnað og eftir að mál hefur verið stofnað.

Þegar NÝTT MÁL er stofnað þá er hægt að bæta við staðfestingu greiðslu dómsgjalda með eftirfarandi hætti:

1. Í síðasta skrefinu  þegar nýtt mál er stofnað þ.e. 4. skrefinu "Yfirlit og skil" færð þú yfirlit yfir málið og getur þar af leiðandi yfirfarið að allar upplýsingar séu réttar. Ef þú telur að einhverjar upplýsingar séu ekki réttar þá getur þú alltaf farið "Til baka" og uppfært. Einnig er hægt að "Bæta við greiðslukvittun" fyrir greiðslu dómsmálagjalda. Þegar þú hefur yfirfarið allar upplýsingar og telur þær vera réttar þá skaltu smella á takkann "Stofna mál".

Þegar mál hefur verið stofnað þá er hægt að bæta við staðfestingu greiðslu dómsgjalda með eftirfarandi hætti:

1. Ef málið er með stöðuna "ÓSAMÞYKKT" þá getur þú bætt við staðfestingu greiðslu dómsgjalda með því að opna málið og valið dálkinn "Kvittun fyrir greiðslu gjalda hefur enn ekki verið send" smellt á takkann  "Bæta við"

2. Þá opnast gluggi þar sem þú getur hlaðið inn greiðslukvittun.

3. Þegar þú hefur hlaðið inn greiðslukvittun þá birtist hún í dákinum "Kvittun fyrir greiðslu gjalda bætt við". Þú getur smellt á "Sækja staðfestingu greiðslu" til að hlaða skjalinu niður eða "Endurhlaða" ef þú vilt eyða skjalinu og bæta nýju skjali við.

Þarftu enn aðstoð? Hafa samband Hafa samband