Stofna aðgang

Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að stofna aðgang í Justikal.

1. Fyrst skaltu skrá þig inn í Justikal. Hægt er auðkenna sig með "Rafrænum skilríkjum á farsíma", "Smart ID" , "Rafrænum skilríkjum á korti" eða "Auðkennisappinu".

2. Þegar notandi hefur auðkennt sig þá opnast gluggi þar sem notandinn er beðinn um tölvupóstfang. 

3. Notandi slær inn upplýsingar um netfang og fær tölvupóst þar sem hann er beðinn að staðfesta tölvupóst sinn.

4. Þegar notandi hefur staðfest tölvupóst sinn þá er hann beðinn að samþykkja skilmála Justikal.

5. Næst fer notandinn á síðuna "Mínar stillingar" þar sem hann getur uppfært persónuupplýsingar og valið hvaða tilkynningar hann vill fá frá kerfinu með tölvupósti.

Þarftu enn aðstoð? Hafa samband Hafa samband