Eyða skjali í máli

Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að eyða skjali í máli sem hefur verið stofnað. Ef málið er með stöðuna "ÓSAMÞYKKT" þá getur notandinn eytt skjölum fram að þeim tímapunkti þegar málið er komið í vinnslu og dómari hefur tekið við stjórn þess.

Fygldu eftirfarandi skrefum til að eyða skjali í dómsmáli

1. Opnaðu viðkomandi mál sem þú ætlar að eyða skjali í.

2. Smelltu á flipann "Skjöl".

3. Veldu viðkomandi skjal sem þú ætlar að eyða og velu ruslatunnuna sem birtist á skjánum hægra megin við skjalið. Til að vera viss um að þú viljir framkvæma þessa aðgerð þá birtir kerfið skilaboð til þín og biður þig að staðfesta að þú viljir "Fjarlægja" skjalið.

Þarftu enn aðstoð? Hafa samband Hafa samband