Rafræn innsigli gagna
Gögn í Justikal eru "rafrænt innsigluð" til að tryggja heilleika og uppruna gagnanna. Hægt er að innsigla mismunandi tegundir gagna eins og PDF, Excel, myndband- og hljóðupptökur. Rafræna innsiglið inniheldur fullgildan tímastimpil svo ekki sé hægt að falsa tíma innsiglunar.
Eftir að gagn hefur fengið rafrænt innsigli er ekki hægt að breyta innihaldi þess. Ef átt er við innihald gagnsins eftir að það hefur fengið rafrænt innsigli þá brotnar innsiglið og notandinn sér það um leið og hann sannreynir skjalið í Justikal.
Í Justikal er innbyggð staðfestingarþjónusta sem getur sannreynt rafrænar undirskriftir og innsigli sem eru útbúin í hvaða lausn sem er. Staðfestingarþjónustan hefur hlotið eIDAS vottun. Kerfið birtir upplýsingar um rafræn innsigli og undirskriftir neðst á síðunni undir viðkomandi gagni.
Í staðfestingarþjónustunni er auðvelt að sjá upplýsingar um rafrænu undirskriftina og innsiglið þ.e. hvort um sé að ræða einfalda-, útfærða- eða fullgilda traustþjónustu. Réttaráhrif traustþjónustna eru skilgreindar í lögum nr. 55/2019.