Ný skjöl í dómsmáli
Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að leggja fram ný skjöl í þeim dómsmálum sem þú ert aðili að. Til þess að geta gert það þarftu fyrst að vera orðinn aðili að málinu í Justikal. Ef þér hefur ekki verið boðið að fá aðgang að málinu þarftu að biðja einhvern af þeim sem eru nú þegar tengdir málinu, t.d. lögmenn, dómara eða aðstoðarmenn dómara að bjóða þér inn í málið. Athugið að allar aðgangsbeiðnir þurfa að vera samþykktar af stjórnanda málsins sem oftast er dómari þessi.
Fygldu eftirfarandi skrefum til að bæta við nýju skjali í dómsmál
1. Eftir að þú ert búinn að innskrá þig á Justikal þarft þú að finna viðeigandi dómsmál sem þú vilt leggja skjal fram í.
2. Þegar þú hefur smellt á og opnað dómsmálið í yfirliti dómsmála "Mín mál" velur þú flipann "Skjöl" efst á síðunni. Frá þeirri síðu getur þú séð yfirlit yfir öll þau skjöl sem lögð hafa verið fyrir í viðkomandi máli.
3. Þær næst smellir þú á takkann "Bæta við skjölum" efst á síðunni í hægra horni til að leggja fram ný skjöl í málinu. Við það opnast eftirfarandi gluggi.
4.1 Í glugganum sem opnast getur þú fyrst valið tegund skjalsins sem þú vilt bæta við málið. Sjálfvalin tegund skjals er 'Dómsskjal'. Mismunandi tegundir notenda geta eftir atvikum valið fleiri tegundir eins og t.d. 'Dómur', 'Þingbók' og fleiri tegundir.
4.2 Smelltu á eða dragðu skjal yfir gráa svæðið til þess að hlaða inn viðeigndi skjölum úr tölvunni þinni. Hægt er að velja eitt eða fleiri skjöl til framlagningar samtímis. Mælt er með því að nota PDF skjöl í öllum tilfellum þar sem um skrifleg gögn er að ræða til að tryggja sem bestu notendaupplifun. Ef önnur skjalasnið eru notuð en PDF skjöl er þeim sjálfvirkt breytt í ASiC skjalavasa til þess að innsigla þau rafrænt og ekki hægt að forskoða þau í viðmóti Justikal. Smelltu hér til að lesa nánar um ASiC-E skjalavasa (xml).
4.3 Ef þörf er að rafrænt undirrita skjölin sem um ræðir er hægt að haka við "Bæta við rafrænni undirskrift í skjöl". Ef hakað er við þennan valmöguleika opnast ný undirritunarsíða þar sem rafrænu skilríkin þín eru notuð til að undirrita skjölin fyrir framlagningu. Smelltu hér til að lesa nánar um rafrænar undirskriftir.
4.4 Hægt er að bæta við valkvæmt "Skilaboðum" sem koma fram í sjálfvirkum tölvupósti til málsaðila með tilkynnigunni um að nýju skjali hafi verið bætt við. Ekki er nauðsynlegt að skrifa skilaboð við öll skjöl en hægt er að tilgreina nákvæmar hvaða gagn um ræðir til hagræðingar þannig að aðilar geti greint hvaða skjal er um að ræða þegar aðilar fá tilkynningu um að nýtt skjal hafi verið lagt fram.
5. Smelltu að lokum á "Staðfesta" til að leggja skjalið fram. Við þetta er skjalið innsiglað með fullgildum tímastimpli og tilkynning send á alla aðila málsins.