Stofna nýtt mál

Eftirfarandi leiðbeiningar aðstoða þig við að stofna nýtt mál. Allir notendur geta stofnað nýtt mál. 

Fylgdu eftirfarndi skrefum til að stofna nýtt mál

1. Fyrst skaltu skrá þig inn í Justikal með rafrænum skilríkjum. Þegar þú hefur auðkennt þig sérð þú yfirlit yfir þau mál sem þú hefur aðgang að "Mín mál".

2. Þegar þú ert í "Mín mál" þá smellir þú á takkann "Nýtt mál" vinstra megin á skjánum.

3. Þá opnast gluggi til að stofna nýtt mál. 3.1. Til að senda nýtt mál til dómstóls þarftu í fyrsta skrefi að velja "Dómstól" og "Málategund". Ef valin er málategundin "Kæra" eða "Áfrýjun" þá getur þú slegið inn "Tengd mál" þ.e. málsnúmer kærða úrskurðar eða áfrýjaða dóms.

3.2. Í næsta skrefi velur þú hverskonar aðgang aðilar í málinu eiga að hafa og hlutverk þeirra.

3.2.1. Justikal er með tengingu við Þjóðskrá og notendur geta því flett aðilum upp eftir kennitölu eða nafni. Þú byrjar að velja "Ríkisfang" aðila í efsta dálkinum til vinstri. Í efsta dálkinum til hægri er síðan hægt að leita eftir nafni eða kennitölu aðila. Þú getur einnig slegið kennitölu aðila handvirkt í næst efsta dálknum til vinstri. Ef þú vilt að aðili fái tilkynningar frá Justikal þá getur þú slegið inn netfang undir dálknum "Tölvupóstur". Einnig er hægt að slá inn handvirkt nafn aðila undir dálknum "Fullt nafn". Í dálknum "Hlutverk" getur þú valið hvaða hlutverki aðili gegnir í viðkomandi máli. Í dálknum "Aðgangur að máli" er hægt að velja þrjár tegundir að aðgang þ.e. skrifaðgang, lesaðgang og engan aðgang. Ef aðili í máli er félag þá er hægt að smella á takkann "Fulltúi aðila (fyrirtækis)" og þá getur notandinn valið kennitölu og nafn fyrirtækis. Þar sem aðgangur að Justikal er stýrt með rafrænum skilríkjum þá ætti notandinn að setja inn upplýsingar um fyrirsvarsmann félags í eftir hluta formsins og síðan upplýsingar um félagið í neðri hluta formsins. Þá er hægt að veita fyrirsvarsmanni félags aðgang að kerfinu.

3.3. Í næsta skrefi velur notandinn þau skjöl sem hann vill leggja fram í málinu. Smelltu á eða dragðu skjal yfir gráa svæðið til þess að hlaða inn viðeigndi skjölum úr tölvunni þinni. Hægt er að velja eitt eða fleiri skjöl til framlagningar samtímis. Mælt er með því að nota PDF skjöl í öllum tilfellum þar sem um skrifleg gögn er að ræða til að tryggja sem bestu notendaupplifun. Ef önnur skjalasnið eru notuð en PDF skjöl er þeim sjálfvirkt breytt í ASiC skjalavasa til þess að innsigla þau rafrænt og ekki hægt að forskoða þau í viðmóti Justikal. Smelltu hér til að lesa nánar um ASiC-E skjalavasa (xml).

3.4. Í síðasta skrefinu "Yfirlit og skil" færð þú yfirlit yfir málið og getur þar af leiðandi yfirfarið að allar upplýsingar séu réttar. Ef þú telur að einhverjar upplýsingar séu ekki réttar þá getur þú alltaf farið "Til baka" og uppfært. Einnig er hægt að "Bæta við greiðslukvittun" fyrir greiðslu dómsmálagjalda. Þegar þú hefur yfirfarið allar upplýsingar og telur þær vera réttar þá skaltu smella á takkann "Stofna mál".

4. Málið birtist síðan í yfirliti yfir "Mín mál" með stöðuna "Ósamþykkt"

5. Þegar málið er opnað þá getur notandinn smellt á takkann "Opna móttökustaðfestingu" sem sýnir hvenær málið var stofnað og hvaða skjöl voru send til dómstólsins. Ef þú ákveður eða hætta við málið þá getur þú valið takkann "Afturkalla óstaðfest mál". Þar sem þessi aðgerð er varanleg þá þarf notandinn að auðkenna sig aftur til að staðfesta aðgerðina. 

Þarftu enn aðstoð? Hafa samband Hafa samband